Fundur ríkisstjórnarinnar 30. október 2018
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og fleiri lögum (fyrirkomulag innheimtu)
2) Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (upplýsingagjöf ferðamanna, VRA vottun og rafræn tollafgreiðsla)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (skattfrádráttur vegna hlutabréfakaupa, skattfrádráttur nýsköpunarfyrirtækja)
Utanríkisráðherra
Fullgilding fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna og Filippseyja
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Frumvarp til laga um endurskoðendur og endurskoðun
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.