Fundur ríkisstjórnarinnar 2. nóvember 2018
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda – 25 ára afmæli stjórnsýslulaganna
Fjármála- og efnahagsráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (uppbætur á lífeyri undanþegnar skattlagningu)
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, með síðari breytingum (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi)
Utanríkisráðherra
Tillaga til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.