Fundur ríkisstjórnarinnar 25. janúar 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Utanríkisráðherra
1) Fullgilding Íslands á valfrjálsri bókun, við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu (OPCAT)
2) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2018 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn
3) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2018 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn
4) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn
Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940- (þrenging ákvæðis um hatursorðræðum)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um helgidagafrið og lögum um 40 stunda vinnuviku (starfsemi á helgidögum)
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Átaksverkefni í þrífösun rafmagns.
2) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofnunnar
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.