Fundur ríkisstjórnarinnar 28. febrúar 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Skýrsla nefndar um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Efnahagsleg tengsl við Bretland
2) Möguleg efnahagsleg áhrif yfirvofandi aflabrests í loðnu
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil)
5) Frumvarp til laga breytingu á lögum nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum (endurskoðun)
Heilbrigðisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)
Mennta- og menningarmálaráðherra
Nýliðun kennara og aðgerðir í menntamálum
Félags- og barnamálaráðherra
1) Þátttaka barna og ungmenna í stefnumótun stjórnvalda
2) Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Frumvarp til laga um úrskurðarnefndir á sviði neytendamála
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um siglingavernd, nr. 50/2004, með síðari breytingum (dagsektir, laumufarþegar o.fl.)
2) Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.