Fundur ríkisstjórnarinnar 19. mars 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Staða þingmála
Forsætisráðherra / utanríkisráðherra /
mennta- og menningarmálaráðherra / umhverfis- og auðlindaráðherra
Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO 2021-2025
Utanríkisráðherra
Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Minnisblað um samning við Færeyjar
Mennta- og menningarmálaráðherra
Áform um nýtt stuðningskerfi fyrir námsmenn
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.