Fundur ríkisstjórnarinnar 2. apríl 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Staðan á vinnumarkaði
2) Fundur með forsvarsmönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fjármála- og efnahagsráðherra
Staða vinnumarkaðar í byrjun árs 2019 og möguleg áhrif falls WOW air
Félags- og barnamálaráðherra
Upplýsingar frá Vinnumálastofnun í tengslum við gjaldþrot WOW air
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Jöfnun á aðstöðumun á millilandaflugvöllum og skýrslu um jöfnun á flugsteinolíuverði á alþjóðaflugvöllum á Íslandi
Mennta- og menningarmálaráðherra
Aðgerðir sem tengjast menntakerfinu á Suðurnesjum
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Stuðningur við Suðurnes af landsáætlun um uppbyggingu innviða
Dómsmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016
(alþjóðleg vernd og brottvísunartilskipunin)
Heilbrigðisráðherra
Aðgerðir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna aukins atvinnuleysis í heilbrigðisumdæminu
Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Staða mála í kjölfar gjaldþrots WOW air
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.