Fundur ríkisstjórnarinnar 28. ágúst 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023
2) Fyrirhuguð frestun þingfunda 2. september nk.
3) Þingsetning 150. löggjafarþings 10. september nk.
4) Starfsáætlun Alþingis 2019 - 2020
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum, samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna (samsköttun, CFC-félög o.fl.)
2) Endurmat áhættuþátta á grundvelli uppgjörs janúar - júní 2019
Heilbrigðisráðherra /mennta- og menningarmálaráðherra
Mönnun í heilbrigðiskerfinu – menntunarmál
Heilbrigðisráðherra / fjármála- og efnahagsráðherra
Mönnun í heilbrigðiskerfinu- betri mönnun hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta
Utanríkisráðherra
1) Staðfesting marghliða samnings um breytingar á tvísköttunarsamningum til þess að koma í veg fyrir rýrnun skattstofna og tilfærslu hagnaðar
2) Aðild Norður-Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu
Mennta- og menningarmálaráðherra
Fjármögnun grunnskólastigsins í alþjóðlegum samanburði
Forsætisráðherra / mennta- og menningarmálaráðherra / utanríkisráðherra
Varðveisla fleiri handrita á Íslandi og lektorsstaða við Kaupmannahafnarháskóla
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.