Fundur ríkisstjórnarinnar 11. október 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra / mennta- og menningarmálaráðherra
Alþjóðleg skákhátíð á Selfossi og Fischersetur
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Staðan í alþjóðlegum efnahagsmálum
2) Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum og fleiri lögum (fyrirkomulag tollafgreiðslu og tollgæslu)
Mennta- og menningarmálaráðherra
Staða handritamáls og íslenskukennsla við Kaupmannahafnarháskóla
Félags- og barnamálaráðherra
1) Neysluviðmið
2) Upplýsingar frá Vinnumálastofnun um stöðuna á innlendum vinnumarkaði í kjölfar hópuppsagna í september
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði,
nr. 61/2006 (minnihlutavernd, gerð arðskrár o.fl.)
Utanríkisráðherra
Hernaðarátök Tyrkja í Sýrlandi
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.