Fundur ríkisstjórnarinnar 29. nóvember 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Staða frumvarpa á þingmálaskrá
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði
2) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (staðgreiðsla, álagning o.fl.)
Utanríkisráðherra
1) Samþykki þriggja Schengen-gerða, nr. 1860/2018, nr. 1861/2018 og nr. 1862/2018
2) Samþykki Schengen-gerðar nr. 1806/2018
3) Samþykki Schengen-gerðar nr. 1726/2018
Heilbrigðisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (stofnanir á málefnasviði heilbrigðisráðherra)
Félags- og barnamálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)
2) Breytingar í þágu barna
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga.
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga nr. 3/2006 (skil ársreikninga)
Dómsmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og fleiri lögum
Mennta- og menningarmálaráðherra
Alþjóðleg menntakönnun 2018
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.