Fundur ríkisstjórnarinnar 6. desember 2019
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Staða jafnlaunavottunar í lok árs 2019
Forsætisráðherra / mennta- og menningarmálaráðherra
1) Fulltrúar stjórnvalda í framkvæmdastjórn afmælishátíðar og stjórn Vigdísarverðlauna
2) Styrkur til Íslensku óperunnar á 40 ára afmælisári - óperan Agnes
Forsætisráðherra / utanríkisráðherra / dómsmálaráðherra / félags- og barnamálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra
Heit íslenskra stjórnvalda fyrir Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og framlag vegna framkvæmdar heits vegna mansals
Fjármála- og efnahagsráðherra
Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, aðgerð 7: Úttekt á skattalegu umhverfi til styrktar þróun og nýsköpun
Félags- og barnamálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla)
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Framkvæmdir við Sólheimajökul
2) Kaup dreifiveitna á raforku til að mæta töpum (úrskurður kærunefndar útboðsmála). Staða mála varðandi samkeppni á orkumarkaði
Utanríkisráðherra
1) Upptaka gerða í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 6. desember 2019
2) Aðild Íslands að Höfðaborgarsamningnum um alþjóðleg tryggingarréttindi og bókun um búnað loftfara frá 16. nóvember 2001
3) Færeyjar – Hoyvíkursamningurinn
Dómsmálaráðherra
Greinargerð íslenska ríkisins í máli nr. 26374/18 fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.