Fundur ríkisstjórnarinnar 30. október 2020
Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Skipun grænbókarnefndar um kjarasamninga og vinnumarkað
2) Yfirlit yfir stöðuna og aðgerðir í nokkrum löndum vegna heimsfaraldurs Covid-19
Forsætisráðherra / fjármála- og efnahagsráðherra / samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra / ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Covid úrræði: Staða og næstu skref
Heilbrigðisráðherra
1) Farsóttarþreyta vegna Covid-19
2) Takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja)
2) Staðan í viðræðum strandríkjanna um deilistofna
3) Riða í Skagafirði, framhald
Dómsmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr.19/1940 (kynferðisleg friðhelgi)
Mennta- og menningarmálaráðherra
Tímabundin fjölgun listamannalauna
Félags- og barnamálaráðherra / mennta- og menningarmálaráðherra
Áform um aðgerðir til stuðnings við íþrótta- og æskulýðsstarf
Félags- og barnamálaráðherra
Tímabil tekjutengdra bóta í lögum um atvinnuleysistryggingar
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis)
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.