Fundur ríkisstjórnarinnar 19. mars 2021
Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Ráðstafanir vegna Covid-19
Forsætisráðherra / fjármála- og efnahagsráðherra
Ítarlegri greining á stöðu eldri borgara í Tekjusögunni
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um lykilupplýsingakjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki (innleiðing CRD IV og CRR)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018 (dregið úr reglubyrði)
Heilbrigðisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (iðnaðarhampur)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni (afglæpavæðing neysluskammta)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018 (nikótínvörur)
4) Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu
Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (rafræn meðmæli ofl.)
2) Frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum nr. 31/1993 (aldur hjónaefna, könnunarmenn o.fl.)
Félags- og barnamálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húnsæði)
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.