Fundur ríkisstjórnarinnar 4. febrúar 2022
Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Tilnefningar Íslands um þrjú dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu
2) Staða COVID-19 í nágrannaríkjunum, ráðstafanir, aðgerðir á landamærum og afléttingar
Forsætisráðherra / innviðaráðherra
Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði
Fjármála- og efnahagsráðherra
Tillaga að breytingum á fjármálastefnu fyrir árin 2022–2026 við síðari umræðu
Utanríkisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga Íslands við Noreg annars vegar og Danmörku fyrir hönd Færeyja hins vegar um afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen (Síldarsmugan)
2) Afléttingaráætlanir sóttvarnaaðgerða í nágrannaríkjum
3) Framlag Íslands til ACT-A (COVAX)
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit)
2) Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
3) Afhendingaröryggi raforku í Vestmannaeyjum
4) Raforkuöryggi og takmörkun á afhendingu skerðanlegrar orku
Heilbrigðisráðherra
Minnisblað um áhættumat sóttvarnalæknis, landlæknis og almannavarna vegna COVID-19
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.