Hoppa yfir valmynd
8. mars 2022 Forsætisráðuneytið

Fundur ríkisstjórnarinnar 8. mars 2022


Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra  

1) Fyrsta framgangsskýrsla stjórnarsáttmálans
2) Samhæfing aðgerða vegna innrásarinnar í Úkraínu
3) Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp til laga um fjarskipti – endurframlagning á 152. löggjafarþingi
2) Staða netógna vegna stríðsátaka í Úkraínu og aðgerðaáætlun í netöryggismálum

Menningar- og viðskiptaráðherra
Staða ferðaþjónustunnar í ljósi ástandsins í Evrópu
  
Félags- og vinnumarkaðsráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002 (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis)

Dómsmálaráðherra 
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Utanríkisráðherra
1) Þingsályktunartillaga um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn og nr. 275/2021 um  breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn.
2) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
3) Úkraína – staða mála, viðbrögð Íslands og alþjóðasamfélagsins

Matvælaráðherra
1) Frumvarp til laga um nýja lífræna löggjöf ESB
2) Ákvörðun um löndunarbann á Rússa – landanir og þjónusta við rússnesk skip í íslenskum höfnum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1) Staða og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna  stjórnvalda í loftslagsmálum
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um fiskeldi og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta