Fundur ríkisstjórnarinnar 8. mars 2022
Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Fyrsta framgangsskýrsla stjórnarsáttmálans
2) Samhæfing aðgerða vegna innrásarinnar í Úkraínu
3) Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp til laga um fjarskipti – endurframlagning á 152. löggjafarþingi
2) Staða netógna vegna stríðsátaka í Úkraínu og aðgerðaáætlun í netöryggismálum
Menningar- og viðskiptaráðherra
Staða ferðaþjónustunnar í ljósi ástandsins í Evrópu
Félags- og vinnumarkaðsráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002 (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis)
Dómsmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
Utanríkisráðherra
1) Þingsályktunartillaga um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn og nr. 275/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn.
2) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
3) Úkraína – staða mála, viðbrögð Íslands og alþjóðasamfélagsins
Matvælaráðherra
1) Frumvarp til laga um nýja lífræna löggjöf ESB
2) Ákvörðun um löndunarbann á Rússa – landanir og þjónusta við rússnesk skip í íslenskum höfnum
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1) Staða og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um fiskeldi og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.