Fundur ríkisstjórnarinnar 18. mars 2022
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Staðan á COVID-19 í nágrannaríkjum
2) Samhæfing aðgerða vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu
Forsætisráðherra / menningar- og viðskiptaráðherra
Samstöðutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands til stuðnings Úkraínu
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði
2) Lífskjararannsókn Hagstofunnar
3) Framhald á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka – staðan og næstu skref
Heilbrigðisráðherra
Þarfagreining fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut
Matvælaráðherra
Innflutningur gæludýra flóttamanna frá Úkraínu
Menningar- og viðskiptaráðherra
1) Staða ferðaþjónustunnar í ljósi ástandsins í Evrópu
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (hluthafafundir o.fl.)
Utanríkisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn
2) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 171/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn
3) Úkraína – staða mála, viðbrögð Íslands og alþjóðasamfélagsins
Dómsmálaráðherra
Skuldbindingar Íslands gagnvart Schengen og lokuð búsetuúrræði
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.