Fundur ríkisstjórnarinnar 30. september 2022
Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Vísitala félagslegra framfara, Social Progress Index, 2022
2) Flutningur embættismanna milli embætta árin 2009-2022
Forsætisráðherra / fjármála- og efnahagsráðherra
Stefnuráð Stjórnarráðsins
Forsætisráðherra / dómsmálaráðherra / félags- og vinnumarkaðsráðherra / heilbrigðisráðherra / mennta- og barnamálaráðherra
Samhæfingaðgerðir vegna móttöku flóttafólks
Utanríkisráðherra
1) Staðan í Úkraínu og viðbrögð alþjóðasamfélagsins
2) Þingsályktunartillaga um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2022 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES- samninginn
3) Þingsályktunartillaga um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2021, nr. 54/2021, nr. 385/2021 og nr. 146/2022 um breytingar á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn
Innviðaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017
Dómsmálaráherra
1) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um meðferð einkamála, lögum um meðferð sakamála og lögum um dómstóla
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. (kennitöluflakk)
Mennta- og barnamálaráðherra / félags- og vinnumarkaðsráðherra
Útgáfa greinargerðar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi árin 1997-2007
Mennta- og barnamálaráðherra
Staða og réttindi afreksíþróttafólks
Menningar- og viðskiptaráðherra
Sterk staða íslenskrar ferðaþjónustu
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.