Fundur ríkisstjórnarinnar 28. febrúar 2023
Forsætisráðherra / fjármála- og efnahagsráðherra / innviðaráðherra / félags- og vinnumarkaðsráðherra / umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra / matvælaráðherra / menningar- og viðskiptaráðherra / dómsmálaráðherra / heilbrigðisráðherra / mennta- og barnamálaráðherra / háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Stöðumat vegna yfirstandandi og yfirvofandi vinnustöðvana
Forsætisráðherra / fjármála- og efnahagsráðherra / innviðaráðherra /
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra / dómsmálaráðherra
Uppbygging innviða - þriðja og síðasta eftirfylgni með innviðaátaki vegna óveðursins í desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðherra
1)Mikil hækkun verðbólgu í febrúar
2)Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar o.fl.)
Dómsmálaráðherra
1)Staða stjórnarfrumvarpa á þingmálaskrá
2)Frumvarp til laga um nafnskírteini
Utanríkisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1993 (Bókun 35)
Matvælaráðherra
1)Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi
2)Viðbót í veiðiráðgjöf loðnu
Menningar- og viðskiptaráðherra
Stefna hönnunar og arkitektúrs til 2030
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.