Fundur ríkisstjórnarinnar 17. mars 2023
Forsætisráðherra
Setning staðgengils í embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í tengslum við stjórnsýslukæru
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði og fleiri lögum (sala sjóða yfir landamæri, höfuðsjóðir og fylgisjóðir o.fl.)
2) Fjármálaáætlun 2024-2028 - staða vinnunnar
Innviðaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, o.fl. (verkefnaflutningur til sýslumanns)
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (úrgangur í náttúrunni)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (geymsla koldíoxíðs)
3) Áfrýjun á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2023 í máli Landsvirkjunar gegn Landsneti hf. og Orkustofnun
4) Loftslagsvegvísar atvinnulífsins - staðan
5) Orkuskipti - átak í fjölgun rafbíla hjá bílaleigum
Utanríkisráðherra
1) Staðan í Úkraínu og viðbrögð alþjóðasamfélagsins
2) Staðfesting tæknilegrar ákvörðunar um breytingu á upprunareglum fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna við Palestínu
3) Framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Malaví vegna fellibylsins Freddy
4) Staðfesting tvísköttunarsamnings við Andorra
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.