Hoppa yfir valmynd
28. mars 2025 Forsætisráðuneytið

Fundur ríkisstjórnarinnar 28. mars 2025

Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Utanríkisráðherra
Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands

Félags- og húsnæðismálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga (aldursviðbót, launavísitala og tölfræðiupplýsingar)

Mennta- og barnamálaráðherra
Tillaga til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna til ársins 2035

Heilbrigðisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, lögum um dýralyf og lögum um lækningatæki (viðbrögð við lyfjaskorti o.fl.)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009 (ýmsar breytingar)
3) Samstarf á sviði heilbrigðismála í Evrópu

Dómsmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, lögreglulögum, almennum hegningarlögum, lögum um fullnustu refsinga, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda (endurheimt ávinnings af brotum o.fl.)

Innviðaráherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (mat á fjárhagslegum áhrifum)
2) Framtíð áætlunarflugs til Ísafjarðar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004 (EES-reglur, móttaka úrgangs í höfnum)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni)
3) Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (CRR III)
2) Frumvarp til laga um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar
3) Frumvarp til laga um markaði fyrir sýndareignir
4) Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta, tolla og gjöld (aðgerðir gegn peningaþvætti, viðurlög o.fl.)
5) Verðbólga niður fyrir 4% í mars
6) Samkomulag ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta