Fundur ríkisstjórnarinna 11. nóvember 2022
Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Staða stuðningsaðgerða stjórnvalda við Lífskjarasamninga
2) Upplýsingastefna stjórnvalda
Fjármála- og efnahagsráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (kaupréttur, mútubrot o.fl.)
Utanríkisráðherra
1) Staðan í Úkraínu og viðbrögð alþjóðasamfélagsins
2) Upptaka gerða í EES- samninginn með skriflegri málsmeðferð í nóvember 2022
3) Þingsályktunartillaga um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 396/2021 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál), nr. 398/2021 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og XX. viðauka (Umhverfismál), nr. 49/2022 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun), nr. 77/2022 um breytingu á X.viðauka (Almenn þjónusta) og XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) og nr.78/2022 og nr. 155/2022 um breytingu á XIII.viðauka (Flutningastarfsemi)við EES-samninginn
Félags- og vinnumarkaðsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007 (greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris)
2) Reglugerð um desemberuppbætur á grunnatvinnuleysisbætur 2022
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Þáttaka Íslands í 27. aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna 6. - 18. nóvember 2022
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.