Fundur ríkisstjórnarinnar 31. mars 2020
Forsætisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan EES-svæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.)
Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, og fleiri lögum og um brottfall laga um kirkjumálasjóð (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr.80/2016 og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðlega vernd, brottvísunar-tilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr.140/2018 með síðari breytingum og lögum um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019
5) Lausn frá embætti dómara við Landsrétt – Ásmundur Helgason
6) Skipun í embætti dómara við Landsrétt – Ásmundur Helgason
Mennta- og menningarmálaráðherra
1) Framkvæmd á skólahaldi vegna takmörkunar á skólastarfi sbr. auglýsingu þar um
2) Forvarna- og fræðsluhópur skipaður
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Framboð af sótthreinsiefnum vegna COVID-19 faraldurs – til kynningar
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
1) Frumvarp til breytinga á lögum um utanríkisþjónustu Íslands nr. 39/1971
2) Starfsemi borgaraþjónustunnar og gagnagrunnur fyrir Íslendinga erlendis vegna COVID-19 heimsfaraldurs
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
2) Frumvarp til laga um opinberan stuðning til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum - KRÍA
Félags- og barnamálaráðherra
Upplýsingar frá Vinnumálastofnun vegna COVID-19
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.