Hoppa yfir valmynd

Leiðbeiningar vegna hagsmunaskráningar

Leiðbeiningar vegna hagsmunaskráningar ráðherra á grundvelli laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020.

 

1. Hagsmunaskráning ráðherra

  1. Ráðherrum er skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um eignir, skuldir, sjálfskuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir sínar hérlendis og erlendis auk sömu upplýsinga um maka sína og ólögráða börn á framfæri sínu, sbr. 2. gr. laganna.

  2. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með hugtakinu eignir einkum átt við fasteignir og eignarhluti í félögum, þ.m.t. einkahlutafélögum, hlutafélögum, sameignarfélögum, samlagsfélögum, sjálfseignarstofnunum í atvinnurekstri og önnur skyld eignarréttindi. Ekki er því skylt að tilkynna um eignir í lausafé. Hvað varðar eignarhluti í félögum er mælst til þess að eignarhlutfall sé skráð en annars nafnverð hluta. Óska má eftir því að ekki verði birtar opinberlega upplýsingar um staðsetningu íbúðar- og frístundahúsnæðis til eigin nota.

  3. Ekki er skylt að tilkynna um:
    a. skuldir og ábyrgðir vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota,
    b. skuldir og ábyrgðir vegna bifreiða til eigin nota,
    c. skuldir og ábyrgðir vegna námslána,
    d. skuldir og ábyrgðir við viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir ef fjárhæð er undir 5 millj. kr.

  4. Ráðherra ber ábyrgð á að tilkynna jafnóðum umtalsverðar breytingar á framangreindum upplýsingum. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með áskilnaðinum um að breytingar þurfi að vera umtalsverðar átt við að ekki þurfi að tilkynna minni háttar breytingar á borð við þær sem leiðir af afborgunum af skuldum eða breytingar vegna vaxta og vísitölubindingar.

  5. Mælst er til þess að ráðherrar skili inn nýrri hagsmunaskráningu í lok aprílmánaðar ár hvert, jafnvel þótt eina breytingin sé uppfært ártal.

  6. Ráðherra er heimilt að birta opinberlega hverjar þær upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína sem hann kýs, í þágu gagnsæis og trausts almennings á embættisverkum ráðherra. 

  7. Ráðherra er heimilt að birta opinberlega upplýsingar um ólaunuð trúnaðarstörf.

2. Birting upplýsinga

  1. Hagsmunaskráning ráðherra er birt á vef Stjórnarráðsins, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna.

  2. Ekki eru birtar upplýsingar um hagsmunaskráningu maka og ólögráða barna á framfæri ráðherra og er sá hluti tilkynningarinnar undanþeginn upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 7. gr. laganna.

3. Verklag vegna eftirlits forsætisráðuneytisins með hagsmunaskráningu ráðherra

  1. Forsætisráðuneytið sinnir eftirliti og almennri ráðgjöf um hagsmunaskráningu, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 64/2020.

  2. Forsætisráðuneytið ber ábyrgð á því að upplýsa nýja ráðherra um skyldu þeirra til að tilkynna um fjárhagslega hagsmuni sína.

  3. Sinni ráðherra ekki skyldu sinni til að tilkynna forsætisráðuneytinu um hagsmuni sína sendir ráðuneytið áminningu þess efnis, eigi síðar en tveimur vikum eftir að ráðherra hefur verið skipaður í embætti.

  4. Hafi hagsmunaskráning ekki borist fjórum vikum eftir að ráðherra hefur verið skipaður í embætti vekur forsætisráðherra athygli ríkisstjórnar á því og skal það bókað.

  5. Berist forsætisráðuneytinu ábending um annmarka á hagsmunaskráningu ráðherra vekur forsætisráðherra athygli viðkomandi ráðherra á því.

Leiðbeiningar vegna hagsmunaskráningar ráðuneytisstjóraá grundvelli laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020.

 

1. Hagsmunaskráning ráðuneytisstjóra

  1. Ráðuneytisstjóra er skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um eignir, skuldir, sjálfskuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir sínar hérlendis og erlendis auk sömu upplýsinga um maka sína og ólögráða börn á framfæri sínu, sbr. 2. gr. laganna.

  2. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með hugtakinu eignir einkum átt við fasteignir og eignarhluti í félögum, þ.m.t. einkahlutafélögum, hlutafélögum, sameignarfélögum, samlagsfélögum, sjálfseignarstofnunum í atvinnurekstri og önnur skyld eignarréttindi. Ekki er því skylt að tilkynna um eignir í lausafé. Hvað varðar eignarhluti í félögum er mælst til þess að eignarhlutfall sé skráð en annars nafnverð hluta. Óska má eftir því að ekki verði birtar opinberlega upplýsingar um staðsetningu íbúðar- og frístundahúsnæðis til eigin nota.

  3. Ekki er skylt að tilkynna um:
    a. skuldir og ábyrgðir vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota,
    b. skuldir og ábyrgðir vegna bifreiða til eigin nota,
    c. skuldir og ábyrgðir vegna námslána,
    d. skuldir og ábyrgðir við viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir ef fjárhæð er undir 5 millj. kr.

  4. Ráðuneytisstjóri ber ábyrgð á að tilkynna jafnóðum umtalsverðar breytingar á framangreindum upplýsingum. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með áskilnaðinum um að breytingar þurfi að vera umtalsverðar átt við að ekki þurfi að tilkynna minni háttar breytingar á borð við þær sem leiðir af afborgunum af skuldum eða breytingar vegna vaxta og vísitölubindingar.

  5. Mælst er til þess að ráðuneytisstjórar skili inn nýrri hagsmunaskráningu í lok aprílmánaðar ár hvert, jafnvel þótt eina breytingin sé uppfært ártal.

  6. Ráðuneytisstjóra er heimilt að birta opinberlega hverjar þær upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína sem hann kýs, í þágu gagnsæis og trausts almennings á embættisverkum hans. 

  7. Ráðuneytisstjóra er heimilt að birta opinberlega upplýsingar um ólaunuð trúnaðarstörf.

2. Birting upplýsinga

  1. Hagsmunaskráning ráðuneytisstjóra er birt á vef Stjórnarráðsins, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna.

  2. Ekki eru birtar upplýsingar um hagsmunaskráningu maka og ólögráða barna á framfæri ráðuneytisstjóra og er sá hluti tilkynningarinnar undanþeginn upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 7. gr. laganna.

3. Verklag vegna eftirlits forsætisráðuneytisins með hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra

  1. Forsætisráðuneytið sinnir eftirliti og almennri ráðgjöf um hagsmunaskráningu, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 64/2020.

  2. Forsætisráðuneytið ber ábyrgð á því að upplýsa nýja ráðuneytisstjóra um skyldu þeirra til að tilkynna um fjárhagslega hagsmuni sína.

  3. Sinni ráðuneytisstjóri ekki skyldu sinni til að tilkynna forsætisráðuneytinu um hagsmuni sína sendir ráðuneytið honum áminningu þess efnis, eigi síðar en tveimur vikum eftir að ráðuneytisstjóri hefur verið skipaður í embætti.

  4. Hafi hagsmunaskráning ekki borist fjórum vikum eftir að ráðuneytisstjóri hefur verið skipaður í embætti vekur forsætisráðherra athygli viðkomandi ráðuneytis á því með bréfi.

  5. Forsætisráðherra getur að eigin frumkvæði tekið til skoðunar tilvik þar sem grunur er um brot ráðuneytisstjóra á ákvæðum 2. gr. laga nr. 64/2020. Ef niðurstaða athugunarinnar er að brot hafi átt sér stað eða líklega átt sér stað skal ráðherra tilkynna hlutaðeigandi ráðuneyti um niðurstöðu sína, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna.

Leiðbeiningar vegna hagsmunaskráningar aðstoðarmanna ráðherra á grundvelli laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020.

 

1. Hagsmunaskráning aðstoðarmanna ráðherra

  1. Aðstoðarmönnum ráðherra er skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um eignir, skuldir, sjálfskuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir sínar hérlendis og erlendis auk sömu upplýsinga um maka sína og ólögráða börn á framfæri sínu, sbr. 2. gr. laganna.

  2. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með hugtakinu eignir einkum átt við fasteignir og eignarhluti í félögum, þ.m.t. einkahlutafélögum, hlutafélögum, sameignarfélögum, samlagsfélögum, sjálfseignarstofnunum í atvinnurekstri og önnur skyld eignarréttindi. Ekki er því skylt að tilkynna um eignir í lausafé. Hvað varðar eignarhluti í félögum er mælst til þess að eignarhlutfall sé skráð en annars nafnverð hluta. Óska má eftir því að ekki verði birtar opinberlega upplýsingar um staðsetningu íbúðar- og frístundahúsnæðis til eigin nota.

  3. Ekki er skylt að tilkynna um:
    a. skuldir og ábyrgðir vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota,
    b. skuldir og ábyrgðir vegna bifreiða til eigin nota,
    c. skuldir og ábyrgðir vegna námslána,
    d. skuldir og ábyrgðir við viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir ef fjárhæð er undir 5 millj. kr.

  4. Aðstoðarmaður ráðherra ber ábyrgð á að tilkynna jafnóðum umtalsverðar breytingar á framangreindum upplýsingum. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með áskilnaðinum um að breytingar þurfi að vera umtalsverðar átt við að ekki þurfi að tilkynna minni háttar breytingar á borð við þær sem leiðir af afborgunum af skuldum eða breytingar vegna vaxta og vísitölubindingar.

  5. Mælst er til þess að aðstoðarmaður ráðherra skili inn nýrri hagsmunaskráningu í lok aprílmánaðar ár hvert, jafnvel þótt eina breytingin sé uppfært ártal.

  6. Aðstoðarmanni ráðherra er heimilt að birta opinberlega hverjar þær upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína sem hann kýs, í þágu gagnsæis og trausts almennings á störfum hans. 

  7. Aðstoðarmanni ráðherra er heimilt að birta opinberlega upplýsingar um ólaunuð trúnaðarstörf.

2. Birting upplýsinga

  1. Hagsmunaskráning aðstoðarmanns ráðherra er birt á vef Stjórnarráðsins, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna.

  2. Ekki eru birtar upplýsingar um hagsmunaskráningu maka og ólögráða barna á framfæri aðstoðarmanns og er sá hluti tilkynningarinnar undanþeginn upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 7. gr. laganna.

3. Verklag vegna eftirlits forsætisráðuneytisins með hagsmunaskráningu aðstoðarmanna ráðherra

  1. Forsætisráðuneytið sinnir eftirliti og almennri ráðgjöf um hagsmunaskráningu, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 64/2020.

  2. Forsætisráðuneytið ber ábyrgð á því að upplýsa nýja aðstoðarmenn ráðherra um skyldu þeirra til að tilkynna um fjárhagslega hagsmuni sína.

  3. Sinni aðstoðarmaður ekki skyldu sinni til að tilkynna forsætisráðuneytinu um hagsmuni sína sendir ráðuneytið áminningu þess efnis, eigi síðar en tveimur vikum eftir að ráðning aðstoðarmanns hefur tekið gildi.

  4. Hafi hagsmunaskráning ekki borist fjórum vikum eftir að ráðning aðstoðarmanns hefur tekið gildi vekur forsætisráðherra athygli viðkomandi ráðuneytis á því með bréfi.

  5. Forsætisráðherra getur að eigin frumkvæði tekið til skoðunar tilvik þar sem grunur er um brot aðstoðarmanna ráðherra á ákvæðum 2. gr. laga nr. 64/2020. Ef niðurstaða athugunarinnar er að brot hafi átt sér stað eða líklega átt sér stað skal ráðherra tilkynna hlutaðeigandi ráðuneyti um niðurstöðu sína, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna.

Leiðbeiningar vegna hagsmunaskráningar skrifstofustjóra á grundvelli laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020.

 

1. Hagsmunaskráning skrifstofustjóra

  1. Skrifstofustjórum er skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um eignir, skuldir, sjálfskuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir sínar hérlendis og erlendis auk sömu upplýsinga um maka sína og ólögráða börn á framfæri sínu, sbr. 2. gr. laganna.

  2. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með hugtakinu eignir einkum átt við fasteignir og eignarhluti í félögum, þ.m.t. einkahlutafélögum, hlutafélögum, sameignarfélögum, samlagsfélögum, sjálfseignarstofnunum í atvinnurekstri og önnur skyld eignarréttindi. Ekki er því skylt að tilkynna um eignir í lausafé. Hvað varðar eignarhluti í félögum er mælst til þess að eignarhlutfall sé skráð en annars nafnverð hluta.

  3. Ekki er skylt að tilkynna um:
    a. skuldir og ábyrgðir vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota,
    b. skuldir og ábyrgðir vegna bifreiða til eigin nota,
    c. skuldir og ábyrgðir vegna námslána,
    d. skuldir og ábyrgðir við viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir ef fjárhæð er undir 5 millj. kr.

  4. Skrifstofustjóri ber ábyrgð á að tilkynna jafnóðum umtalsverðar breytingar á framangreindum upplýsingum. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með áskilnaðinum um að breytingar þurfi að vera umtalsverðar átt við að ekki þurfi að tilkynna minni háttar breytingar á borð við þær sem leiðir af afborgunum af skuldum eða breytingar vegna vaxta og vísitölubindingar.

  5. Mælst er til þess að skrifstofustjóri skili inn nýrri hagsmunaskráningu í lok aprílmánaðar ár hvert, jafnvel þótt eina breytingin sé uppfært ártal.

  6. Skrifstofustjóra er heimilt að tilkynna um hverjar þær upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína sem hann kýs, í þágu gagnsæis og trausts almennings á embættisverkum hans.

  7. Skrifstofustjóra er heimilt að tilkynna um ólaunuð trúnaðarstörf.

2. Birting upplýsinga

  1. Hagsmunaskráning skrifstofustjóra er ekki birt opinberlega og er hún undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 64/2020.

  2. Forsætisráðherra getur ákveðið að birta upplýsingar úr hagsmunaskráningu skrifstofustjóra þegar almannahagsmunir krefjast, þó ekki þann hluta sem tekur til maka og ólögráða barna á framfæri skrifstofustjóra, sbr. lokamálslið 3. mgr. 7. gr. Skrifstofustjóri er upplýstur áður en slík ákvörðun er tekin og honum veittur kostur á að andmæla birtingunni.

3. Verklag vegna eftirlits forsætisráðuneytisins með hagsmunaskráningu skrifstofustjóra

  1. Forsætisráðuneytið sinnir eftirliti og almennri ráðgjöf um hagsmunaskráningu, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 64/2020.

  2. Ráðuneytisstjóri ber ábyrgð á því að upplýsa nýja skrifstofustjóra í ráðuneyti sínu um skyldu þeirra til að tilkynna um fjárhagslega hagsmuni sína.

  3. Ráðuneytisstjóri ber ábyrgð á því að senda forsætisráðuneytinu upplýsingar um nýja skrifstofustjóra í ráðuneyti sínu.

  4. Hafi hagsmunaskráning ekki borist fjórum vikum eftir að skrifstofustjóri hefur verið skipaður í embætti vekur forsætisráðherra athygli viðkomandi ráðuneytis á því með bréfi.

  5. Forsætisráðherra getur að eigin frumkvæði tekið til skoðunar tilvik þar sem grunur er um brot skrifstofustjóra á ákvæðum 2. gr. laga nr. 64/2020. Ef niðurstaða athugunarinnar er að brot hafi átt sér stað eða líklega átt sér stað skal ráðherra tilkynna hlutaðeigandi ráðuneyti um niðurstöðu sína, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna.

Leiðbeiningar vegna hagsmunaskráningar sendiherra á grundvelli laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, nr. 64/2020.

 

1. Hagsmunaskráning sendiherra

  1. Sendiherrum er skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um eignir, skuldir, sjálfskuldarábyrgðir og aðrar ábyrgðir sínar hérlendis og erlendis auk sömu upplýsinga um maka sína og ólögráða börn á framfæri sínu, sbr. 2. gr. laganna.

  2. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með hugtakinu eignir einkum átt við fasteignir og eignarhluti í félögum, þ.m.t. einkahlutafélögum, hlutafélögum, sameignarfélögum, samlagsfélögum, sjálfseignarstofnunum í atvinnurekstri og önnur skyld eignarréttindi. Ekki er því skylt að tilkynna um eignir í lausafé. Hvað varðar eignarhluti í félögum er mælst til þess að eignarhlutfall sé skráð en annars nafnverð hluta.

  3. Ekki er skylt að tilkynna um:
    a. skuldir og ábyrgðir vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota,
    b. skuldir og ábyrgðir vegna bifreiða til eigin nota,
    c. skuldir og ábyrgðir vegna námslána,
    d. skuldir og ábyrgðir við viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir ef fjárhæð er undir 5 millj. kr.

  4. Sendiherra ber ábyrgð á að tilkynna jafnóðum umtalsverðar breytingar á framangreindum upplýsingum. Samkvæmt athugasemdum við 2. gr. í greinargerð frumvarps þess er varð að lögunum er með áskilnaðinum um að breytingar þurfi að vera umtalsverðar átt við að ekki þurfi að tilkynna minni háttar breytingar á borð við þær sem leiðir af afborgunum af skuldum eða breytingar vegna vaxta og vísitölubindingar.

  5. Mælst er til þess að sendiherra skili inn nýrri hagsmunaskráningu í lok aprílmánaðar ár hvert, jafnvel þótt eina breytingin sé uppfært ártal.

  6. Sendiherra er heimilt að tilkynna um hverjar þær upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína sem hann kýs, í þágu gagnsæis og trausts almennings á embættisverkum hans.

  7. Sendiherra er heimilt að tilkynna um ólaunuð trúnaðarstörf.

2. Birting upplýsinga

  1. Hagsmunaskráning sendiherra er ekki birt opinberlega og er hún undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 64/2020.

  2. Forsætisráðherra getur ákveðið að birta upplýsingar úr hagsmunaskráningu sendiherra þegar almannahagsmunir krefjast, þó ekki þann hluta sem tekur til maka og ólögráða barna á framfæri sendiherra sbr. lokamálslið 3. mgr. 7. gr. Sendiherra er upplýstur áður en slík ákvörðun er tekin og honum veittur kostur á að andmæla birtingunni.

3. Verklag vegna eftirlits forsætisráðuneytisins með hagsmunaskráningu sendiherra

  1. Forsætisráðuneytið sinnir eftirliti og almennri ráðgjöf um hagsmunaskráningu, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 64/2020.

  2. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis ber ábyrgð á því að upplýsa nýja sendiherra um skyldu þeirra til að tilkynna um fjárhagslega hagsmuni sína.

  3. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis ber ábyrgð á því að senda forsætisráðuneytinu upplýsingar um nýja sendiherra í ráðuneyti sínu.

  4. Hafi hagsmunaskráning ekki borist fjórum vikum eftir að sendiherra hefur verið skipaður í embætti vekur forsætisráðherra athygli viðkomandi ráðuneytis á því með bréfi.

  5. Forsætisráðherra getur að eigin frumkvæði tekið til skoðunar tilvik þar sem grunur er um brot sendiherra á ákvæðum 2. gr. laga nr. 64/2020. Ef niðurstaða athugunarinnar er að brot hafi átt sér stað eða líklega átt sér stað skal ráðherra tilkynna utanríkisráðuneytinu um niðurstöðu sína, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta