Lokið |
Framvinda verkefnisins
Margvíslegar eru komnar til framkvæmda og stefnulegar ákvarðanir teknar. Nýtt fjárveitingalíkan framhaldsskólanna styður sérstaklega við list-, starfs- og tækninám og námsframboð hefur aukist. Átak var gert í viðurkenningu starfsnámsbrauta, tölvuleikjanám á framhaldsskólastigi er orðið að veruleika, auk þess sem samningar um stuðning við listdansnám og ljósmyndanám hafa verið gerðir. Þá hefur myndlistarnám við nemendur með þroskaskerðingu verið endurvakið. Viðaukasamningur við LHÍ um kvikmyndanám á háskólastigi liggur fyrir og skipulega er unnið að húsnæðismálum skólans til framtíðar. Þá er nú boðið upp á fagháskólanám á sviði listkennslu og í verk- og tæknigreinum (þróunarverkefni). Endurskoðun er hafin á samkomulagi um fjárhagslegan stuðning ríkisins við tónlistarnám á vegum sveitarfélaga á mið- og framhaldsstigi, en gildandi samkomulag rennur út í árslok 2021. Aðgerðaáætlun um eflingu skapandi greina talar jafnframt inn í þetta markmið, en slík áætlun liggur nú fyrir. Samstarfsverkefni um eflingu grunnmenntunar í raunvísindum og tækni hefur verið eflt.
Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag