Lokið |
Framvinda verkefnisins
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tók til starfa 1. janúar 2020 með sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs. Um starfsemi stofnunarinnar gilda lög nr. 137/2019.
Stonfunin starfar að stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, mannvirkjamála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir. Markmiðið með sameiningunni var að efla stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála hér á landi ásamt því að skerpa á stjórnsýslu byggingarframkvæmda og auka samstarf hagsmunaaðila á sviði húsnæðismála. Þá er ætlunin að stuðla að auknu húsnæðisöryggi landsmanna og stöðugleika á húsnæðismarkaði.
Ábyrgð
Félagsmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Umhverfis- og auðlindaráðuneytiðKafli
Sterkt samfélag