Lokið |
Framvinda verkefnisins
Ný Matvælastefna fyrir Ísland til ársins 2030 var kynnt í desember 2020. Matvælastefnu er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Þá er áhersla lögð á að renna styrkari stoðum undir búsetu í hinum dreifðari byggðum og nýta tækifæri sem felast í því að byggja á grunnatvinnuvegum og sérstöðu byggða. Matvælastefnu fyrir Ísland fylgir aðgerðaráætlun sem miðar að því að innleiða aðgerðir sem styðja við markmið stefnunnar í íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi. Skipuð verður verkefnisstjórn með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem berga ábyrgð á aðgerðum í áætluninni. Þá hefur verið komið á fót Matvælasjóði sem hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram í desember 2020.
Ábyrgð
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf