Lokið |
Framvinda verkefnisins
Lækkun tryggingargjaldsins var ætlað að skapa fyrirtækjum aukið svigrúm í kjarasamningum og liðka fyrir samningaviðræðum ásamt því að styrkja samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fyrirtækjum.
Frumvarp um lækkun um 0,5% í tveimur skrefum 2019 og 2020 var lögfest á haustþingi 2018. Með þessari lækkun minnka álögur á fyrirtæki um 8 ma. kr. Því til viðbótar mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9% í 4,65% í ársbyrjun 2021. Er sú aðgerð tímabundin í eitt ár sem hluti af ráðstöfunum stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf