Lokið |
Framvinda verkefnisins
Ný lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt á Alþingi 18. júní 2019. Lögin eru mikil réttarbót fyrir trans fólk og og intersex fólk sem og aðra hópa svo sem kynsegin fólk. Löggjöfin er framsækin og felur í sér möguleika á kynhlutlausri skráningu sem táknuð verður með X á skilríkjum. Í lok árs 2020 voru samþykkt lög sem tryggja rétt barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni auk þess sem gerðar voru breytingar á öðrum lögum til að tryggja réttindi trans fólks og intersex fólks. Nauðsynlegri lagasetningu er því lokið.
Ábyrgð
Forsætisráðuneytið
Kafli
Jöfn tækifæri