Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Gengið hefur verið til samstarfs við sauðfjárbændur um kolefnisjöfnun greinarinnar. Verkefnið er vistað hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Samkomulag um breytingu á samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt var undirritað í október. Eitt af markmiðum samkomulagsins er að íslensk nautgriparækt verði kolefnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040. Samkomulag um endurskoðun garðyrkjusamnings var undirritað í maí 2020. Í samkomulaginu segir að íslenskt garðyrkja verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en árið 2040 og stefnt að því að allar afurðir frá íslenskum garðyrkjuframleiðendum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir þann tíma.        

Endurskoðun búvörusamninga var lokið í febrúar 2021.

Stefnt er að kolefnishlutleysi greinarinnar fyrir árið 2040. Áfram er unnið að loftslagsverkefnum með búgreinum sem miða að því að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu innan búvörusamninga og þau verkefni voru efld við endurskoðun samninganna. Viðvarandi verkefni.       

 


 

Ábyrgð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Kafli

Þróttmikið efnahagslíf

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta