Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Markmið

Stuðlað verði að því að bæta búsetuskilyrði og fjölga tækifærum landsmanna til atvinnusköpunar um land allt. Með styrktarsamningum ríkisins við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara á grundvelli verkefnisins Ísland ljóstengt er tryggð uppbygging háhraðanettenginga utan markaðssvæða. Stefnt var að því að stjórnvöld gerðu síðustu styrktarsamninga við sveitarfélög á grundvelli Ísland ljóstengt árið 2020 með það að markmiðið að framkvæmdum þeirra ljúki fyrir árlok 2021.

Staða

Landsátakinu Ísland ljóstengt lauk vorið 2021 þegar síðustu styrktarsamningar fjarskiptasjóðs við sveitarfélög voru gerðir. Frá árinu 2016 hafa 57 sveitarfélög hlotið styrki til að tengja um 6.200 styrkhæfa staði með ljósleiðara en þúsundir annarra bygginga og sumarhúsa hafa notið óbeint góðs af uppbyggingunni.

Stórbættar fjarskiptatengingar hafa bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins en ný skýrsla um Ísland ljóstengt leiðir í ljós ótvíræðan árangur og samfélagslegan ávinning af verkefninu.

Framlag ríkisins til verkefnisins nam alls 3.350 m.kr. Fjarskiptasjóður úthlutaði 2.950 m.kr. í styrki á árunum 2016-2021 en ráðuneytið hefur alls lagt til 400 m.kr. á grunni byggðaáætlunar. Sveitarfélög og íbúar hafa lagt til sambærilega fjármuni en framkvæmdir eru á ábyrgð sveitarfélaga, sem hafa ýmist kosið að eiga og reka kerfin, leigja út reksturinn eða selja til fjarskiptafyrirtækja. Verkefnið stóðst áætlanir um kostnað þrátt fyrir um 60% aukningu á umfangi. Árið 2015 var umfangið talið vera um 3.800 staðir, heildarstofnkostnaður áætlaður allt að 8 ma. kr. og því átti að ljúka fyrir árslok 2021. Auknum fjármunum var bætt við verkefnið 2020 á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 og því var fleiri styrkjum úthlutað 2020 og 2021. Sveitarfélögin stefna að því að framkvæmdum vegna þeirra ljúki árið 2022.

Ábyrgð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Kafli

Sterkt samfélag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta