Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Aukið hefur verið verulega við stuðning við rannsóknir og tækniþróun nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Hækkun viðmiðunarfjárhæða er mikilvægt skref í átt að því markmiði. Núgildandi kerfi skattívilnana hefur stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun fyrirtækja á undanförnum árum.

Þök á endurgreiðslum voru tvöfölduð með lagasetningu á haustþingi 2018. Frekari aðgerðir eru til skoðunar í samhengi við nýkynnta nýsköpunarstefnu. Þá er einnig verið að auka verulega framlög til málaflokksins í tengslum við arðgreiðslur frá Landsvirkjun. Þessu til viðbótar voru þrepamörkin í kerfinu hækkuð enn frekar í mótvægisráðstöfunum vegna kórónuveirufaraldursins, eða upp í 35% fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 25% fyrir stærri fyrirtæki og þakið hækkað í 1.100 m.kr. Framlögin verða því stóraukin frá því sem áður var.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Þróttmikið efnahagslíf

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta