Lokið |
Framvinda verkefnisins
Með nýjum samningi um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja í ágúst 2018 var greiðsluþátttaka þessa hóps lækkuð til muna en þá voru framlög ríkisins til tannlæknaþjónustu við þessa hópa aukin um rúm 140%. Þann 1. janúar 2021 lækkaði greiðsluþátttaka aldraðra og öryrkja vegna tannlæknaþjónustu enn frekar og greiða sjúkratryggingar nú 57% tannlæknakostnaðarins. Árlegur útgjaldaauki vegna þessa nemur um 200 milljónum króna. Stefnt er að því að greiðsluhlutfallið verði komið í 75% árið 2024 í samræmi við gildandi fjármálaáætlun.
Lækkun greiðsluþátttökunnar er ætlað að greiða aðgengi þessara hópa að þjónustu tannlækna og stuðla að bættri tannheilsu þeirra.
Ábyrgð
Heilbrigðisráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag