Lokið |
Framvinda verkefnisins
Fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt haustið 2018 af sjö ráðherrum í ríkisstjórninni og kom önnur útgáfa hennar út sumarið 2020. Aðgerðum á grundvelli aðgerðaráætlunar hefur verið hrint í framkvæmd, m.a. báðum meginþáttum hennar: Annars vegar aðgerðum varðandi orkuskipti í samgöngum og hins vegar kolefnisbindingu og endurheimt votlendis.
Skýrslu um framgang aðgerða í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður skilað árlega, í fyrsta sinn 2021.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðKafli
Umhverfi og loftslag