Lokið |
Framvinda verkefnisins
Lögð hefur verið sérstök áhersla á aðgerðir gegn plastmengun. Skipaður var Samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum, sem skilaði tillögum 1. nóvember 2018. Lög um bann við afhendingu burðarplastpoka í verslunum hafa m.a. verið samþykkt á Alþingi og ráðist hefur verið í vitundarvakningu um notkun á einnota plasti. Þá taka lög um takmörkun á notkun tiltekinna plastvara gildi 1. júlí 2021. Með innleiðingu hringrásahagkerfisins mun framleiðendaábyrgð ná til tiltekinna plastvara og veiðarfæra úr plasti, þ.m.t. kostun á hreinsun á rusli á víðavangi, t.d. á ströndum.
Áfram verður unnið að margvíslegum aðgerðum tengdum plastmengun á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar Úr viðjum plastins Frumvarp sem innleiðir framleiðendaábyrgð á tilteknum plastvörum og veiðarfærum úr plasti varð að lögum á 151. löggjafarþingi (vor).
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Kafli
Umhverfi og loftslag