Lokið |
Framvinda verkefnisins
Samþykkt var þingsályktun um smíði nýs hafrannsóknaskips á hátíðarfundi Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis. Fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar var aukið, meðal annars til aukinna loðnurannsókna.
Hönnun og undirbúningur hófst á árinu 2019 vegna smíði hafrannsóknaskips. Hafrannsóknastofnunin hefur flutt í húsnæði með bættri aðstöðu. Harannsóknastofnun hefur á undanförnum árum verið mjög háð framlögum úr verkefnasjóði sjávarútvegsins og hafa þær tekjur lækkað mikið á undanförnum árum. Stjórnvöld hafa nú veitt stofnuninni 400 milljón króna árlegt framlag og tryggja stofnuninni fastar tekjur þannig að hún verði ekki lengur háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir starfsemi hennar. Verkefnið er viðvarandi
Ábyrgð
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf