Lokið |
Framvinda verkefnisins
Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir Alþingi á vorþingi 2019 og samþykkt. Í lögunum er markaður rammi um starfsumhverfi fiskeldis til framtíðar. Þróun fiskeldis mun byggja á vísindalegu mati á áhættu varðandi erfðablöndun við villta laxastofna og mati á burðarþoli fiskeldissvæða. Settar eru strangar reglur um vöktun á báðum þessum þáttum. Auknu fé hefur verið varið til að tryggja framkvæmd laganna hjá ráðuneyti og undirstofnunum.
Unnið í málaflokknum á grundvelli þeirrar löggjafar sem Alþingi samþykkti í júní 2019. Meðal annars er Samráðsnefnd um fiskeldi tekin til starfa.
Ábyrgð
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Umhverfis- og auðlindaráðuneytiðKafli
Þróttmikið efnahagslíf