Lokið |
Framvinda verkefnisins
Námslánakerfið hefur verið endurskoðað og ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi 1. júlí 2020. Helstu breytingar í kjölfar laganna eru að námsmenn fá 30% niðurfellingu á námslánaskuld sinni ljúki þeir námi sínu á tilskildum tíma. Greiddir eru styrkir vegna framfærslu barna í stað lána. Ábyrgðir ábyrgðamanna á námslánum Lánasjóðs íslenskra námsmanna féllu niður við nýju lagasetninguna, svo fremi sem lánþegi hafi verið í skilum með lán sín við gildistöku nýju laganna.Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag