Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Á síðastliðnum árum hafa orðið miklar breytingar á umhverfi fyrir skattlagningu ökutækja. Tekjustofnar hafa rýrnað með tilkomu nýrra orkugjafa og minni losunar frá ökutækjum. Mikilvægt er að bregðast við þessu með aðgerðum sem hafa það að markmiði að tryggja áframhaldandi skatttekjur fyrir ríkissjóð en að sama skapi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum.
Á haustþingi 2018 var lögfest frv. um hækkun á kolefnisgjaldi um 10% í ársbyrjun 2019 og um 10% í viðbót árið 2020. Skipuð var verkefnisstjórn 19. nóvember 2019 sem fékk það hlutverk að koma með tillögur að framtíðarstefnu um sjálfbæra skattlagningu ökutækja með sérstaka áherslu á skattlagningu á notkun þeirra og tæknilega útfærslu slíkrar skattlagningar. Nefndin hefur verið með til skoðunar að bæta við nýjum tekjustofni í stað þeirra sem eru að hverfa en að öðru leyti verði skattlagning ökutækja óbreytt. Helst er til skoðunar að greitt verði ákveðið kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra pr ár.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf