Lokið |
Framvinda verkefnisins
Tillögum sem unnar voru í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um samstarf við sauðfjárbændur um kolefnisjöfnun var skilað í lok árs 2018. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vann að uppleggi í samstarfi við fagstofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins undir heitinu Loftslagsvænn landbúnaður.
Verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður var formlega ýtt úr vör árið 2020 og þeir sauðfjárbændur sem taka þátt í verkefninu fá heildstæða ráðgjöf og fræðslu um hvernig hægt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Tvisvar sinnum hefur verið auglýst eftir þátttakendum, 2020 og 2021. Með auknu fjárframlagi til loftslagsmála frá og með árinu 2022 verður þátttakendum í verkefninu fjölgað.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Umhverfi og loftslag