Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Árósasamningurinn var fullgiltur á Íslandi árið 2011 en samningurinn leggur skyldur á aðildarríkin að tryggja almenningi aðgengi að upplýsingum um umhverfismál, að geta haft áhrif á ákvarðanatöku sem snertir umhverfið og geta borið ákvarðanir er snerta umhverfið undir óháða úrskurðaraðila. Aðgerðaáætlun um Árósasamninginn var unnin í ráðuneytinu 2018 til að tryggja enn frekar framfylgni samningsins. Ýmsum aðgerðum er lokið, t.d. hafa ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana tekið gildi þar sem þátttökuréttindi almennings voru tryggð enn frekar. Þá hafa verið gerðar umbætur á vefsíðu ráðuneytisins og ýmis fræðsla átt sér stað auk þess sem breytingar hafa verið gerðar á upplýsingalögum. Aðrar aðgerðir eru í vinnslu og fela sumar í sér viðvarandi verkefni. Áfram verður því unnið á grundvelli ofangreindar aðgerðaáætlunar.

Ábyrgð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Dómsmálaráðuneytið, forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.

Kafli

Umhverfi og loftslag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta