Lokið |
Framvinda verkefnisins
Starfshópi var falið að skoða bæði beinar leiðir og aðrar sértækar aðgerðir sem jafna mætti við afnám virðisaukaskatts. Starfshópurinn skoðaði kosti og galla ýmissa leiða og fékk til sín sérfræðinga og hagsmunaaðila til nánari yfirferðar um málið. Niðurstaða starfshópsins var sú að farin yrði svokölluð stuðningsleið sem felst í endurgreiðslu á tilteknu hlutfalli kostnaðar, eða 25%, sem fellur til við útgáfu bóka að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Ívilnanir til bókaútgefanda voru lögfestar á haustþingi 2018.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Mennta- og menningarmálaráðuneytiðKafli
Sterkt samfélag