Lokið |
Framvinda verkefnisins
Samþykkt af ríkisstjórn að börn komi t.d. að setningu laga og reglugerða þegar þau koma þar við sögu sem og að lög og reglugerðir verði rýnd m.t.t. áhrifa á börn áður en þau eru sett eða ákveðin. Umboðsmanni barna falið af félags- og barnamálaráðherra að útfæra hvernig að þessu verður staðið - samstarfssamningur milli ráðuneytisins og embættisins.
Ríkisstjórn samþykkti tillögu félags- og barnamálaráðherra á vormánuðum 2020 um að setja drög að stefnu um framkvæmd Barnasáttmálans í samráðsgátt til að undirbúa frekari þróun stefnunnar og aðgerðaáætlun. Stefnan og aðgerðaáætlunin var í kjölfarið unnin af starfshópi þvert á ráðuneyti ásamt fulltrúum SÍS og umboðsmanns barna. Starfshópurinn vann í nánu samstarfi við stýrihóp Stjórnarráðsins um málefni barna. Umboðsmanni barna var falið að eiga samráð við börn um efni stefnunnar og tóku um 800 börn þátt í samráðinu. Stefnan og aðgerðaáætlunin sem fengið hefur nafnið Barnvænt Ísland: Framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af ríkisstjórn í apríl 2021 og var hún í beinu framhaldi samþykkt af Alþingi í júní 2021.
Ráðinn hefur verkefnastjóri til að halda utan um framkvæmd stefnunnar og aðgerðaáætlunarinnar um Barnvænt Ísland og ná aðgerðirnar í áætluninni til ársins 2024. Í stefnunni er einnig gert ráð fyrir að stýrihópur Stjórnarráðsins um málefni barna verði lögfestur og falið það hlut verk að vinna að samræmingu og innleiðingu stefnunnar í nánu samstarfi við verkefnastjóra Barnasáttmálans hjá stjórnvöldum og sveitarfélögum. Fjöldi aðgerða í stefnunni/aðgerðaáætluninni er þegar komin til framkvæmdar.
Ábyrgð
Félagsmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
DómsmálaráðuneytiðKafli
Jöfn tækifæri