Lokið |
Framvinda verkefnisins
Markmið
Unnið verður að því að efla innanlandsflug og niðurgreiða fyrir íbúa landsbyggða fjarri kjarnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er hluti af fyrstu flugstefnunni á Íslandi.
Staða
Fyrsta flugstefnan var samþykkt samhliða endurskoðaðri samgönguáætlun 2020. Í flugstefnunni er sérstaklega kveðið á um að íbúum á landsbyggðinni verði auðveldaður aðgangur að miðlægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu í innanlandsflugi með hagkvæmari hætti.
Loftbrú var hleypt af stokkunum haustið 2020, sem er hluti flugstefnunnar, en með henni fá íbúar með lögheimili á landsbyggðinni, fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum, 40% afslátt af flugfargjöldum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með verkefninu er að styrkja atvinnulíf og atvinnuþátttöku á landsbyggðinni með því að greiða fyrir aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að miðlægri þjónustu.
Viðtökur við Loftbrú hafa verið mjög góðar en vel yfir 20 þúsund flugleggir höfðu verið bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar vorið 2021.
- Ný flugstefna eflir innanlandsflug (frétt 24. febrúar 2020)
- Íbúar fá lægri flugfargjöld með Loftbrú (frétt 9. sept. 2020)
- Vefur Loftbrúar
Ábyrgð
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag