Lokið |
Framvinda verkefnisins
Máltækniáætlun 2018-2022 er að fullu fjármögnuð og alls eru 2,2 milljarðar kr. settir í fyrsta stig þróunar máltæknilausna fyrir íslenska tungu. Almannarómur – miðstöð um máltækni – hefur yfirumsjón með framkvæmd máltækniáætlunar fyrir hönd ríkisins. Forgangsverkefni hafa verið skilgreind og samið um framkvæmd þeirra við rannsóknar- og þróunarhópinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) og er nú unnið að rúmlega 30 skilgreindum verkefnum í nafni máltækniáætlunarinnar. Meðal þeirra eru talgreinir, talgervill, málrýnir og sjálfvirkar þýðingar.Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag