Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Í febrúar 2019 var undirritað samkomulag sem miðar að því að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif matvæla. Í mars 2019 var skipaður samráðshópur sem mun ráðast í átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur. Hópurinn skilaði niðurstöðum sínum haustið 2020 og nú er unnið samkvæmt aðgerðaráætlun sem ráðherra fól starfsfólki ráðuneytisins að vinna. Unnið er samkvæmt aðgerðaráætlun í kjölfar vinnu hópsins. Ráðuneyti sem annast verkefni samkvæmt innkaupastefnu sendu erindi til ráðherranefndar um matvælastefnu í nóvember 2020 til að gera grein fyrir stöðu verkefna.
Í innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila eru aðgerðir sem miða að því að tryggja aðgang neytenda að upplýsingum um hollustu og uppruna.
Ábyrgð
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf