Lokið |
Framvinda verkefnisins
Unnið hefur verið að ýmsum verkefnum sem tengjast því að afla heimilda fyrir mögulegri beitingu á aðgangsstýringu að ferðamannastöðum í opinberri eigu eða umsjón. Þar má nefna breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum árið 2019 og innleiðingu á reglum um aðgangsstýringu á staði undir álagi í Vatnajökulsþjóðgarði á grundvelli atvinnustefnu þjóðgarðsins. Þá mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins með gerð sérleyfissamninga.
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um sérleyfissamninga varð að lögum á 151. löggjafarþingi (vor).
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Þróttmikið efnahagslíf