Lokið |
Framvinda verkefnisins
Markmið verkefnisins endurspeglast öll í löggjöf um fjármálamarkaðinn sem ESB hefur unnið að undanfarin ár. Sú löggjöf er í framhaldinu tekin upp í EES-samninginn og felst í yfirstandandi innleiðingu í íslenskan rétt. Þessi löggjöf nær yfir öll svið á fjármálamarkaði þ.e. bankamarkað, verðbréfamarkað, vátryggingamarkað og greiðsluþjónustu. Einnig fleiri þætti sem snúa að öllum markaðnum s.s. þjóðhagsvarúð, fjártækni o.fl.
Mikið hefur áunnist í setningu viðkomandi lagafrumvarpa og reglugerða auk reglna og leiðbeinandi tilmæla frá FME á þessu sviði. Markmið verkefnisins verða höfð að leiðarljósi í áframhaldandi löggjafarvinnu ráðuneytisins um fjármálamarkaðinn. Frumvarp til laga um varnarlínu um fjárfestingarbankastarfsemi hefur verið lagt fram á Alþingi og er í vinnslu hjá efnahags- og viðskiptanefnd.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
ForsætisráðuneytiðKafli
Þróttmikið efnahagslíf