Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Síðustu tvær ríkisstjórnir unnu að viðamikilli skýrslu um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Þau tímamót urðu síðan að stofnun þjóðgarðsins var skrifuð inn í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. Skipuð var þverpólitísk nefnd, sem fulltrúar allra flokka á Alþingi áttu sæti í ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og forsætisráðuneytisins, sem vann að undirbúningi málsins. Nefndin kynnti vinnu sína jafnóðum í samráðsgátt stjórnvalda og fulltrúar héldu fjölda samráðsfunda um land allt.

Nefndin skilaði af sér skýrslu til ráðherra í desember 2019. Á grundvelli hennar var frumvarp um Hálendisþjóðgarð kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpi um stofnun Hálendisþjóðgarðs á 151. löggjafarþingi (haust). Samþykkt var nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi (vor) um að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og umhverfis- og auðlindaráðherra verði falið að leggja fram nýtt frumvarp um málið sem verði byggt á fyrri vinnu.

Ábyrgð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Forsætisráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Kafli

Umhverfi og loftslag

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta