Lokið |
Framvinda verkefnisins
Markmið
Fyrsta heildarstefna um almenningssamgöngur milli byggða mótuð og kynnt. Hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða aukin til að stuðla að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari almenningssamgöngum á landi, sjó og lofti.
Staða
Fyrsta heildarstefna um almenningssamgöngur milli byggða var samþykkt samhliða endurskoðaðri samgönguáætlun 2020. Stefnan felur í sér að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild og boðið verði upp á eitt leiðarkerfi fyrir allt landið með bættu aðgengi.
Unnið er að því að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar í leiðarkerfi almenningssamgangna verði í einni samræmdri upplýsingagátt fyrir alla samgöngumáta. Markmiðið er að öflugt samþætt kerfi sé raunhæfur kostur fyrir alla, óháð efnahag, og jafni aðstöðu íbúa á landsbyggðinni.
Vegagerðinni hefur verið falin framkvæmd stefnunnar og er unnið að ýmsum þáttum hennar. Rekstur bæði almenningsvagna og styrktra flugleiða var boðin út á árinu 2020.
Þá var verkefninu Loftbrú komið á fót í september 2020 en með henni fá íbúar með lögheimili á landsbyggðinni 40% afslátt af flugfargjöldum til og frá höfuðborgarsvæðinu.
- Nánar um stefnu um almenningssamgöngur milli byggða
- Vefur Loftbrúar
- Stefna mótuð um almenningssamgöngur fyrir allt landið (frétt 14. febrúar 2019)
Ábyrgð
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag