Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Lög um breytingu á lögum um Íslandsstofu, nr. 38/2010, voru samþykkt á Alþingi 25. júní 2018. Gerðar voru breytingar á skipuriti Íslandsstofu á árinu 2019 og voru smærri svið stofnunarinnar sameinuð í nýtt svið útflutnings og fjárfestinga. Útflutnings- og markaðsráð, sem hóf störf árið 2019, hefur samþykkt langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar, en alls komu um 400 manns um land allt að vinnunni með beinum hætti. Stefnumótunin byggir á eftirfarandi sex stefnumarkandi áherslum: Orka og grænar lausnir; hugvit, nýsköpun og tækni; listir og skapandi greinar; ferðaþjónusta; sjávarútvegur; sérhæfð matvæli og náttúruafurðir. Þá er það framtíðarsýn fyrir íslenskan útflutning að Ísland verði þekkt sem leiðandi land í sjálfbærni. Einnig hefur Íslandsstofa í samstarfi við Samtök iðnaðarins og atvinnu-  og nýsköpunarráðuneytið opnað nýjan vef þar sem sérstök áhersla er lögð á að kynna Ísland sem áhugaverðan búsetustað fyrir erlenda sérfræðinga í von um að auka aðdráttarafl Íslands fyrir sérhæft starfsfólk. Þá hefur verið opnað Heimstorg Íslandsstofu sem er vettvangur þar sem fyrirtæki geta sótt upplýsingar um mögulegan stuðning við atvinnuþróunarverkefni í þróunarlöndunum og víðar.

Ábyrgð

Utanríkisráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Alþjóðamál

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta