Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Loftslagsráði var falið að fara yfir málið. Samkvæmt áliti ráðsins er mikilvægt að mat á áhrifum á kolefnisbúskap og viðnámsþrótt gagnvart loftslagsvá fari fram á frumstigi allrar stefnumótunar og áætlanagerðar á vegum ríkisins svo tryggja megi að nauðsynlegt tillit sé tekið til þessara þátta á loftslagsmarkmiðin.
Loftslagsráð skal skv. lögum um loftslagsmál rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál. Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er kveðið á um að loftslagsáhrif lagafrumvarpa verði sérstaklega metin. Í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sem samþykkt voru á 151. löggjafarþingi, er kveðið á um að m.a. skuli meta áhrif á loftslag við gerð umhverfismats. Þá hefur Skipulagsstofnun kynnt viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026 þar sem settar eru fram áherslur í skipulagsmálum til að gera okkur betur kleift að vinna markvisst að aðgerðum í loftslagsmálum, þ.m.t. mat á loftslagsáhrifum skipulagsáætlana og annarra áætlana stjórnvalda.Viðaukinn var lagður fram á 151. löggjafarþingi (vor) í formi þingsályktunartillögu en málið hlaut ekki afgreiðslu Alþingis á 151. löggjafarþingi.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Önnur ráðuneytiKafli
Umhverfi og loftslag